Hvur veit nema að maður taki uppá því að blogga dálítið sér til skemmtunar og kannski ekki öðrum til jafn mikillar gleði. Það er vor í lofti og auðvelt að sjá á mörgum borgaranum að brúnin er farin að léttast. Það hafa verið ansi stór tíðindi í þjóðlífinu undanfarið og gamlir herstöðvaandstæðingar sjá nú fram á að gönguskórnir verði brúkaðir til annars en að trítla eftir tvöfaldri Reykjanesbrautinni. Spurningin er síðan hverjir eigi nú að verja landið þegar kaninn veifar bless? Eða var landið kannski aldrei varið? En það er nú það.
Hörkuleikur í körfuboltanum í gær þegar Snæfell vann KR í fyrstu rimmu liðanna í 8-liða úrslitum. Það er nokkuð ljóst að lokaspretturinn í körfuboltanum verður jafn spennandi og hann hefur verið undanfarin ár. Úrslitakeppni þeirra körfuboltamanna er sérstaklega vel heppnuð. Læt þessu fyrsta bloggi lokið í bili, maður er eiginlega hálf feiminn við þetta.
Athugasemdir
Hvur veit nema að maður taki uppá því að blogga dálítið sér til skemmtunar og kannski ekki öðrum til jafn mikillar gleði. Það er vor í lofti og auðvelt að sjá á mörgum borgaranum að brúnin er farin að léttast. Það hafa verið ansi stór tíðindi í þjóðlífinu undanfarið og gamlir herstöðvaandstæðingar sjá nú fram á að gönguskórnir verði brúkaðir til annars en að trítla eftir tvöfaldri Reykjanesbrautinni. Spurningin er síðan hverjir eigi nú að verja landið þegar kaninn veifar bless? Eða var landið kannski aldrei varið? En það er nú það.
Hörkuleikur í körfuboltanum í gær þegar Snæfell vann KR í fyrstu rimmu liðanna í 8-liða úrslitum. Það er nokkuð ljóst að lokaspretturinn í körfuboltanum verður jafn spennandi og hann hefur verið undanfarin ár. Úrslitakeppni þeirra körfuboltamanna er sérstaklega vel heppnuð. Læt þessu fyrsta bloggi lokið í bili, maður er eiginlega hálf feiminn við þetta.
kv.
AB
Arnar Björnsson, 17.3.2006 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning